Vélsópun, þvottur og þrif

Fullkomin vélsópun og þvottur bílastæða, bílageymsla, gatna og athafnasvæða.

Vélsópun - BS Verktakar Reykjavík Ísland

Öll þrif bílastæða, bílageymsla og lóða á einum stað.

Auk hefðbundinnar götusópunar og vélsópunar bílastæða sópum við og þvoum bílageymslur, hreinsum stéttar, hreinsum tyggjóklessur af gangstéttum, hreinsum veggjakrot, losum stíflur og hreinsum niðurföll. Allur almennur gluggaþvottur með eða án körfubíls svo og allur almennur háþrýstiþvottur.
Þrautþjálfað starfsfólk, rétt, nýir og tæknilega vel útbúnir götusópar og tæki í hvert vek. Þjónustum m.a. fyrirtæki, húsfélög, sveitafélög og fleiri aðila.

Öll almenn þrif, götusópun , þvottur og háþrýstiþvottur bílastæða, athafnasvæða og víðar.  Veitum skjóta og góða þjónustu í Reykjavík og nágrannasveitafélögum en einnig á helstu þéttbýlis kjörnum um land allt.

Heildar lausnir þegar komið er að götusópun og þrifum.

Erum vel tækjum búnir til að þjónusta allar greinar atvinnulífssins, húsfélög og opinbera aðila. Tæki til flesta verka ss. Götusópun, fóðrun lagna, sópun og þvottur gatna, bílastæða, bílageymsla og göngustíga, þvottur og háþrýstiþvottur eftir olíuslys, hreinsun lagna, tæming rotþróa og úrgangolíu, hreinsum veggjakrot og tyggjóklessur, hreinsun og stíflulosun lagna og gerum út ruslasugur.

Sópun bílastæða

Litlir og stórir vélsópar við öll verk.

Þvottur bílageymsla

Litlir sópar og / eða vatnsbílar og háþrýstidælur. 

Vélsópun og þrif byggingarsvæða

Hreinsum, sópum og þvoum byggingarsvæði.

Ruslasugur

Litlar og léttar vélar sem týna upp rusla með sogi t.d. úr trjábeðum, athafnasvæðum, lóðum, umferðareyjur og víðar.

Tyggjóhreinsun

Tyggjóklessur eru  hreinsaðar af stéttum með vatnsgufu sem leysir upp tyggjóið með góðum árangr

Stíflulosun lagna

Hreinsun á lögnum fer þannig fram að háþrýstislanga sem sérstökum hreinsispíss

Tæming rotþróa

Tæming fer þannig fram að barki er dreginn út frá bílnum og seyra soguð úr rotþró.  Sérstöku efni (polymer) er síðan blandað við seyruna í bílnum sem skilur seyruna frá vatninu.

Veggjakrotshreinsun

Erum með góðan búnað til að hreinsa veggjakrot í burtu. Sérstöku hreinsiefni er úðað yfir krotið og látið bíða um stund. Síðan er notuð vatnsgufa og hreinsibyssa til að smúla yfir krotið. 

Gluggaþvottur

Við sjáum um regluleg þrif og gluggaþvott fyrir fjölda fyrirtækja, húsfélaga og heimahús. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytta þjónustu á sviði ræstinga og þrifa á svæðum sem eru ekki á færi allra.

Hreinsun eftir olíu slys.

Sérútbúnir þvottabílar og efni til olíuhreinsunar.

Ekki hika við að hafa samband og saman finnum við leiðir til að leysa verkefnið - ekkert verk er of lítið og ekkert verkefni of stórt, við leysum verkefnið í samvinnu við viðskiptavininn.

Vélsópun og þrif aðkomu fyrirtækja og húsfélaga frá 1988

Hvort sem þú þarft að leysa verkefnið einusinni eða þú þarft á reglulegri þjónustu að halda þá ekki hika við að hafa samband.

Öflugur tækjafloti

Við höfum yfir að ráða fullkomnum og góðum tækjaflota. Nýjustu bílarnir með Euro 6 vél og sópkerfið er drifið áfram með glussa en ekki auka afturvél. Þetta gerir götusópana mjög hljóðláta og frá þeim er hávaðamengun stillt í lágmark. Gatnasópar eru notaðir við að sópa götur, bílastæði, flugbrautir, vöruskemmur, bryggjur, athafnasvæði fyrirtækja ofl.

Götusópar

Stærð og útbúnaður götusópa er misjafn og sogkraftur þeirra mismunandi. Stærð tunnu er 6-7 rúmmetra. Sumir eru með sóp báðum megin sem þýðir að alltaf er hægt að sópa með umferð. Flestir sóparnir eru útbúnir með sérstökum sóp (klóru) á framhorni bílsins sem brýtur upp harðan leir í götukönntum eða á bílastæðum.

Stétta og bílastæðasópar

Stéttasópar eru hentugir til að sópa gangstéttir, bílastæði, bílastæðahús, göngu- og hjólreiðastíga, þröng port ofl. Sóparnir eru búnir sérstökum liðstýrðum sópörmum sem ná vel í kverkar og horn og ráða því við flest verkefni. Þeir eru léttir og þess vegna hentugir á iðnaðargólf ásamt því að vera aðeins 135 cm breiðir og 185 cm háir sem veitir þeim auðvelt aðgengi.

Holræsabílar

Öflurgur floti dælubíla. Hreinsun á lögnum fer fram með háþrýstislöngu sem búin er sérstökum hreinsispíss. ogbarki sýgur upp það efni sem losnar við hreinsunina, hvort sem það er grjót, möl eða rætur. Efnið sem sogast upp í bílinn er svo í framhaldinu losað á viðurkennda losunarstaði. Einnig er hægt að fræsa og fjarlægja minni rætur úr lögnum með dælubíl, en ef um ræða stórar rætur getur þurft að kalla til sérstakan fræsarabíl.

Ruslasugur

litla létta vél á stærð við golfbíl sem getur ekið um og sogað upp laust rusl.  Sugan hentar bæði á opnum svæðum, umferðareyjum og einnig eftir mannamót. Þar sem ekki er hægt að koma vél að bjóðum við upp á handtínslu á rusli.

Vatnsbílar

Götuþvottabílarnir eru búnir fram spíssum með háþrýsting sem stjórnað er úr bíl, 80 metra langri smúlslöngu á glussadrifnu kefli, greiðu til rykbindingar á malarvegum ásamt úðunarspíssum fyrir sápuefni. Götuþvottabílarnir eru hentugir til að þvo götur, bílastæði, bílastæðahús, þrif á byggingum, hreinsun eftir olíuslys með sérstakri sápu ofl. Bílarnir geta líka unnið með heitt vatn til að þíða plötur og mót fyrir steypu eða frosinn jarðveg fyrir þjöppun ofl. Einnig má bæta ilmsápu við vatnið á tanknum til að þvo eftir útihátíðir og fleira þar sem lykt getur verið slæm. Tankarnir á bílunum taka 14-15 tonn.
Nýjustu götuþvottabílar félagsins eru sérstaklega útbúnir til dreifingar á magnesíumklóríð sem notað er til að draga úr svifryksmengun. Efninu er dreift í mismunandi magni á malbikaðar götur og bindur þannig niður rykagnir. Bílarnir eru einnig búinir háþrýstibúnaði að framan ásamt spíssum tengdum flæðidælu.

Nokkrar svipmyndir af okkar verkum

Fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bíður heildarlausnir á viðhaldi bílastæða. Malbiksviðgerðir, málun bílastæða, vélsópun og skilti, allt á sömu hendi.

Viðbrögð viðskiptavina

Ánægja með malbiksviðgerðir annað bílastæðaviðhald.

Tryggir viðskiptavinir BS Verktaka

BS Verktakar framkvæma bílastæðamerkingar og viðhald malbiks fyrir flest af stærri og þekktari fyrirtæki landssins þ.m.t. fasteignafélög, verslunarmiðstöðvar, verslunarkeðjur auk hundruða húsfélaga, ríkisstofnana bæjarfélaga og svo mætti lengi telja.

Scroll to Top