BS VERKTAKAR

Heildarlausn á viðhaldi bílastæða

Hér getur þú óskað eftir tilboði, fundi eða öðru

Við viljum endilega heyra frá þér

  SamdægursÁ morgunInnan 3ja dagaInnan viku
  Málun BílastæðaMalbiksviðgerðir eðamalbikunVélsópunViðhaldHellulagnirSkiltiAnnað
  Við verðum í sambandi – ef málið þolir enga bið vinsamlegast hringið í símanúmerið
  690 8000
  BS Verktakar

  Vélsópun og þvottur

  Stétta og bílastæðasópar

  Stéttasópar eru hentugir til að sópa auk gangstétta, bílastæði, bílastæðahús, göngu- og hjólreiðastíga, þröng port ofl. Sóparnir eru búnir sóparm til að ná úr kverkum, úr öllum hornum ofl. Sóparnir eru liðstýrðir sem gerir þeim auðveldara að nálgast verkefnið við erfiðar aðstæður. Sóparnir eru ekki þungir sem gerir þeim kleift að sópa iðnaðargólf og fleira. Sópurinn er um 135 cm á breidd og 185 cm á hæð sem gerir aðgengi auðvelt.

  Götu og bílastæðasópar

  Stærð og útbúnaður götusópa er misjafn. Stærð tunnu er 6-7 rúmmetra, sumir eru með sóp báðu megin sem þýðir að alltaf er hægt að sópa með umferð og þá er sogkraftur þeirra misjafn. Flestir sóparnir eru útbúnir með sérstökum sóp (klóru) á framhorni bílsins sem brýtur upp harðan leir í götukönntum eða bílastæðum.

  Við höfum yfir að ráða fullkomnum og góðum tækjaflota l, nýjustu bílarnir með Euro 6 vél og sópkerfið er drifið áfram með glussa en ekki auka afturvél. Þetta gerir götusópana mjög hljóðláta og frá þeim er hávaðamengun stillt í lágmark. Gatnasópar eru notaðir við að sópa götur, bílastæði, flugbrautir, vöruskemmur, bryggjur, athafnasvæði fyrirtækja ofl.

  Vatnsbílar

  Götuþvottabílarnir eru búnir framspíssum með háþrýsting sem stjórnað er úr bíl, 80 metra langri smúlslöngu á glussadrifnu kefli, greiðu til rykbindingar á malarvegum, ásamt úðunarspíssum fyrir sápuefni. Götuþvottabílar eru hentugir til að þvo götur, bílastæði, bílastæðahús, þrif á byggingum, hreinsun eftir olíuslys með sérstakri sápu ofl. Bílarnir getur líka unnið með heitt vatn t.d. þíða plötur og mót fyrir steypu, þíða frosinn jarðveg fyrir þjöppun ofl. Einnig má bæta ilmsápu við vatnið á tanknum til að þvo eftir útihátíðir og fleira þar sem likt getur verið slæm. Tankarnir á bílunum taka 14-15 tonn.


  Nýjustu götuþvottabílar félagsins eru sérstaklega útbúnir til dreifingar á magnesíumklóríð sem notað er til að draga úr svifryksmengun. Efninu er dreift í mismunandi magni á malbikaðar götur sem bindur niður rykagnirnar. Bílarnir eru einnig búinir háþrýstibúnaði að framan ásamt spíssum tengdum flæðidælu.

  Önnur Þjónusta við þrif:

  Sópum og þvoum bílageymslur, hreinsum stéttar, hreinsum gangstéttar og stéttar af tyggjóklessum, hreinsum veggjakrot, losum stíflur og hreinsum niðurföll, allur almennur gluggaþvottur með eða án körfubíls svo og allur almennur háþrýstiþvottur

  Ýmiss Verkefni

  BS Verktakar er fyrirtæki sem hefur frá árinu 1988 eða í rúm 30 ár sérhæft sig í bílastæðamálun, vélsópun, malbikun, malbiksviðgerðum og ýmsu viðhaldi umhverfis fjölbýlishús, bílastæða, fyrirtæki, og stofnanir.

  Viðskiptavinir BS Verktaka undanfarin ár

  Við viljum heyra frá þér!

  Sendu okkur fyrirspurn með því að fylla út í formið hér fyrir neðan.

  BS Verktakar er fyrirtæki sem árum saman hefur sérhæft sig í viðhaldi umhverfis fjölbýlishús fyrirtæki og stofnanir.

   SamdægursÁ morgunInnan 3ja dagaInnan viku


   Málun BílastæðaMalbiksviðgerðir eðamalbikunVélsópunViðhaldHellulagnirSkiltiAnnað

   Við viljum endilega heyra frá þér

   Hér getur þú óskað eftir tilboði, fundi eða öðru

    SamdægursÁ morgunInnan 3ja dagaInnan viku
    Málun BílastæðaMalbiksviðgerðir eðamalbikunVélsópunViðhaldHellulagnirSkiltiAnnað

    Við verðum í sambandi – ef málið þolir enga bið vinsamlegast hringið í símanúmerið
    690 8000

    Við viljum endilega heyra frá þér:

    Hér getur þú óskað
    eftir tilboði, símtali,
    fundi eða öðru.