Vélsópun, þvottur og þrif
Fullkomin vélsópun og þvottur bílastæða, bílageymsla, gatna og athafnasvæða.
Öll þrif bílastæða, bílageymsla og lóða á einum stað.
Öll almenn þrif, götusópun , þvottur og háþrýstiþvottur bílastæða, athafnasvæða og víðar. Veitum skjóta og góða þjónustu í Reykjavík og nágrannasveitafélögum en einnig á helstu þéttbýlis kjörnum um land allt.
Heildar lausnir þegar komið er að götusópun og þrifum.
Erum vel tækjum búnir til að þjónusta allar greinar atvinnulífssins, húsfélög og opinbera aðila. Tæki til flesta verka ss. Götusópun, fóðrun lagna, sópun og þvottur gatna, bílastæða, bílageymsla og göngustíga, þvottur og háþrýstiþvottur eftir olíuslys, hreinsun lagna, tæming rotþróa og úrgangolíu, hreinsum veggjakrot og tyggjóklessur, hreinsun og stíflulosun lagna og gerum út ruslasugur.
Þjónusta
Sópun bílastæða
Litlir og stórir vélsópar við öll verk.
Þvottur bílageymsla
Litlir sópar og / eða vatnsbílar og háþrýstidælur.
Vélsópun og þrif byggingarsvæða
Hreinsum, sópum og þvoum byggingarsvæði.
Ruslasugur
Litlar og léttar vélar sem týna upp rusla með sogi t.d. úr trjábeðum, athafnasvæðum, lóðum, umferðareyjur og víðar.
Tyggjóhreinsun
Tyggjóklessur eru hreinsaðar af stéttum með vatnsgufu sem leysir upp tyggjóið með góðum árangr
Stíflulosun lagna
Hreinsun á lögnum fer þannig fram að háþrýstislanga sem sérstökum hreinsispíss
Tæming rotþróa
Tæming fer þannig fram að barki er dreginn út frá bílnum og seyra soguð úr rotþró. Sérstöku efni (polymer) er síðan blandað við seyruna í bílnum sem skilur seyruna frá vatninu.
Veggjakrotshreinsun
Erum með góðan búnað til að hreinsa veggjakrot í burtu. Sérstöku hreinsiefni er úðað yfir krotið og látið bíða um stund. Síðan er notuð vatnsgufa og hreinsibyssa til að smúla yfir krotið.
Gluggaþvottur
Við sjáum um regluleg þrif og gluggaþvott fyrir fjölda fyrirtækja, húsfélaga og heimahús. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytta þjónustu á sviði ræstinga og þrifa á svæðum sem eru ekki á færi allra.
Hreinsun eftir olíu slys.
Sérútbúnir þvottabílar og efni til olíuhreinsunar.
Ekki hika við að hafa samband og saman finnum við leiðir til að leysa verkefnið - ekkert verk er of lítið og ekkert verkefni of stórt, við leysum verkefnið í samvinnu við viðskiptavininn.
Vélsópun og þrif aðkomu fyrirtækja og húsfélaga frá 1988
Hvort sem þú þarft að leysa verkefnið einusinni eða þú þarft á reglulegri þjónustu að halda þá ekki hika við að hafa samband.
Öflugur tækjafloti
Við höfum yfir að ráða fullkomnum og góðum tækjaflota. Nýjustu bílarnir með Euro 6 vél og sópkerfið er drifið áfram með glussa en ekki auka afturvél. Þetta gerir götusópana mjög hljóðláta og frá þeim er hávaðamengun stillt í lágmark. Gatnasópar eru notaðir við að sópa götur, bílastæði, flugbrautir, vöruskemmur, bryggjur, athafnasvæði fyrirtækja ofl.
Tækjafloti
Götusópar
Stétta og bílastæðasópar
Holræsabílar
Öflurgur floti dælubíla. Hreinsun á lögnum fer fram með háþrýstislöngu sem búin er sérstökum hreinsispíss. ogbarki sýgur upp það efni sem losnar við hreinsunina, hvort sem það er grjót, möl eða rætur. Efnið sem sogast upp í bílinn er svo í framhaldinu losað á viðurkennda losunarstaði. Einnig er hægt að fræsa og fjarlægja minni rætur úr lögnum með dælubíl, en ef um ræða stórar rætur getur þurft að kalla til sérstakan fræsarabíl.
Ruslasugur
litla létta vél á stærð við golfbíl sem getur ekið um og sogað upp laust rusl. Sugan hentar bæði á opnum svæðum, umferðareyjum og einnig eftir mannamót. Þar sem ekki er hægt að koma vél að bjóðum við upp á handtínslu á rusli.